12 spora námskeið í Akureyrarkirkju

Kynningarkvöld á 12 spora starfinu í kapellu Akureyrarkirkjumiðvikudagskvöldið 18. september, kl. 20:00. Leiðbeinendur kynna sig og efnistök námskeiðsins. Einnig munu tveir af þátttakendum síðasta námskeiðs deila reynslu sinni. Leiðbeinendur er Brynja Siguróladóttir, Erna Gunnarsdóttir og Guðjón Andri Gylfason.

12 spora vinnan er “andlegt ferðalag” fyrir fólk sem vill bæta líðan sína og sættast við fortíðina. Þó þetta starf sé byggt á reynslusporum AA samtakanna, er ekki verið að glíma við alkóhólisma á námskeiðinu. Námskeiðið nýtist öllu fólki sem vill skoða sjálft sig og líf sitt til að öðlast innri ró og hamingju.
Námskeið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Allir velkomnir.