- Helgihald
- Safnaðarstarf
- Tónlist
- Líknarstarf
- Viðtalstímar
- Starfsfólk
- Myndir
- Fréttir
12 spora vinnan er "andlegt ferðalag" fyrir fólk sem vill bæta líðan sína og sættast við fortíðina. Þó þetta starf
sé byggt á reynslusporum AA samtakanna er ekki verið að glíma við alkóhólisma á námskeiðinu. Námskeiðið
nýtist öllu fólki sem vill skoða sjálft sig og líf sitt til að öðlast innri ró og hamingju.
Akureyrarkirkja býður upp á námskeið í vetur, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Námskeiðið er haldið í kapellu Akureyrarkirkju og verður á miðvikudagskvöldum í vetur frá kl. 20.00-22.00.
Kynningarkvöld verður haldið miðvikudagskvöldið 28. september kl. 20.00 í kapellu Akureyrarkirkju.
Leiðbeinendur kynna sig og efnistök
námskeiðsins. Einnig munu tveir af þátttakendum síðasta námskeiðs deila reynslu sinni.
Leiðbeinendur eru Brynja Siguróladóttir og Erna Gunnarsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.