123 skírnarbörn í Akureyrarsókn á síðasta ári

Á héraðsfundi Eyjafjarðarprófastsdæmis, sem haldinn var í Hrafnagili, 6. maí sl. voru kynntar skýrslur sókna í umdæminu.  Þar kemur fram að 123 börn voru skírð í Akureyrarsókn á árinu 2005, útfarir voru 69 talsins og hjónavígslur 27.  Alls voru 136 börn fermd í kirkjunni á síðasta ári.  Í skýrslu um Akureyrarsókn kemur einnig fram að íbúafjöldinn telur 9216 manns og þar af eru tæplega 8500 í þjóðkirkjunni.  Almennar messur í sókninni voru 78 talsins, barnamessur 24 og aðrar guðsþjónustur voru alls 98.  Á árinu 2005 telst svo til að um 2500 manns hafi farið til altaris í Akureyrarsókn.