Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00

Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Petrea Óskarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, sem hefja tónleikaröðina í ár, munu flytja okkur tónlist fyrir sópran, flautu og orgel frá ýmsum tímum eftir konur og karla s.s. barokkverk eftir Telemann og Händel og ný verk eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Emmu Lou Diemer.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af Akureyrarbæ, Sóknarnefnd Akureyrarkirkju og Héraðssjóði.