Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00

Dúettinn Marína & Mikael flytur eigin tónlist sem fellur undir sameiginlegan hatt söngvaskálda- og jazztónlistar. Lögin bera með sér keim eldri tíma en taka skrefið nær nútímanum með ferskri nálgun þessara ungu tónhöfunda.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.