Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00

Orgelleikarinn Lára Bryndís Eggertsdóttir flytur bæði þjóðlagatengda tónlist, m.a. hið magnaða tónaljóð Moldá (Vltava) eftir tékkneska tónskáldið Bedřich Smetana í umritun fyrir orgel, sem og alíslenska orgeltónlist eftir Akureyringana Gísla Jóhann Grétarsson og Michael Jón Clarke. Lára mun einnig kynna tónlistina og segja frá tilurð íslensku orgelverkanna.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.