Prjónamessa í Akureyrarkirkju kl. 11.00

Sunnudaginn 7. ágúst kl. 11.00 fitjum við upp á prjónamessu í Akureyrarkirkju. Þær Sveina Björk Jóhannesdóttir og Ragnheiður Jakobsdóttir eigendur hannyrðarverslunarinnar Garn í gangi segja okkur frá tilurð búðarinnar og hvaða þýðingu prjónaskapur hefur fyrir þeirra líf. Séra Hildur Eir flytur prjónaprédikun og tónlistin verður hlý og góð eins og íslensk ullarpeysa. ?
Garn í gangi býður upp á góða prjónauppskrift í kirkjubekkjum og er söfnuðurinn hvattur til að taka með sér handvinnu til að sinna á meðan messan fer fram.