Haustmessa í Akureyrarkirkju kl. 11.00

Haustmessa í Akureyrarkirkju sunnudaginn 24. september kl. 11.00.
Við stígum inn í nýja árstíð með fallegum haustsálmum og við ljúfa tóna orgelsins. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða safnaðarsöng.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Prestur er sr. Jóhanna Gísladóttir. Verið öll hjartanlega velkomin.