Einbúakaffi í Safnaðarheimilinu kl. 17.00

Að búa einn hefur án efa marga kosti. Til dæmis þarf spurningin " hvað á að vera í matinn" ekki að breytast í Gettu betur hvern einasta dag og enginn sem skilur mann eftir pappírslausan og ráðalausan á klósettsetunni. Það langar hins vegar ekki alla sem búa einir að fara á barinn til að hitta annað fólk. Við í Akureyrarkirkju höfum ákveðið að bjóða upp á Einbúakaffi í safnaðarheimilinu einu sinni í mánuði og verður í fyrsta sinn 15.febrúar næstkomandi milli 17 og 19. Um er að ræða opið hús, allskonar spil, tafl, spjall, kaffi, kleinur, prestar á stangli, gleði og gaman eða alvara lífsins ef þannig stendur á. Þú ert velkominn, ekkert aldurstakmark og engar skýringar á komu þinni. Hlökkum til að sjá þig.