Sumartónleikar

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

7. - 28. júlí 2024
38. starfsár / 38th year

Sunnudagur/Sunday 7. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Ómur úr suðri
Freyr Sigurjónsson, flautuleikari & Arnaldur Arnarson, gítarleikari hefja tónleikaröðina.
Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð tíu ára að aldri. Hann lærði síðan í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og lauk þar námi vorið 1977. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni. Undanfarin ár hefur hann starfað reglulega á Íslandi við kennslu og tónleikahald.
Freyr Sigurjónsson flautuleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám við Royal Northern College of Music í Manchester. Að loknu diplomaprófi frá RNCM 1982 var hann ráðinn fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao á Spáni og starfaðiþar óslitið í 40 ár. Freyr er eftirsóttur kennari og hefur kennt á fjölmörgum námskeiðum í Cantabríu og Andalusíu á Spáni og Trinity Laban tónlistarháskólann í Greenwich á Englandi.

Sunnudagur/Sunday 14. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Nordic Journey - James D. Hicks
James D. Hicks flytur okkur fallega orgeltónleika. James D. Hicks orgelleikari kemur frá Califon, NJ, USA. James menntaði sig í skólunum Peabody Conservatory of Music, Yale University og í University of Cincinnati. Einnig lærði Hicks við The Royal School of Church Music í Bretlandi. Síðustu 15 árin hefur Hicks rannsakað tónlist Norðurlandanna og því bera tónleikarnir nafnið Nordic Journey eða ferðalagið um Norðurlöndin. Hicks leggur mikla áherslu á nýja tónlist og hefur hann nú þegar spilað verk eftir um það bil 60 höfunda frá Norðurlöndunum.

Sunnudagur/Sunday 21. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Duo Sandur - Lífið sækir fram 
Það eru þau Gerður Bolladóttir, sópran og Einar Bjartur Egilsson, píanóleikari sem flytja okkur tónleikana Lífið sækir fram. Gerður hefur verið mjög virk í kammertónlist í gegnum árin og stofnaði Tríó Ljóm stuttu eftir að hún kom heim úr námi árið 2000. Fyrir nokkrum árum byrjaði Gerður að fikta við tónsmíðar sem endaði með efnisskrá sem hún flutti í Listasafni Íslands árið 2017, og tónleikum í Pétursborg árið 2019. Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir t. d. þýsku myndina Windspiele og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu með eigin tónsmíðum sem nefnist Heimkoma. Síðan árið 2016 hefur Einar starfað sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Árnesinga en nú nýverið einnig við Tónskóla Sigursveins, Söngskólann í Reykjavík og Söngskóla Sigurðar Demetz.

Sunnudagur/Sunday 28. júlí/July kl. 17/hrs.17 
Kamel
Ung og efnileg kammerhljómsveit lokar tónleikaröðinni í ár hjá okkur. Sveitin varð til árið 2006 þegar fjórir vinir úr grunnskóla í Mainz-Laubenheim í Þýskalandi hófust handa við að spila saman. Í dag skipar sveitin 25 meðlimi. Gaman er hversu fjölbreyttur hópurinn er, sumir hafa menntað sig í rokki, aðrir í poppi, kvikmyndum og fleira. Sumar æfingar hjá hópnum eru í raun tilraunastarfsemi til að búa eitthvað glænýtt til. Hópurinn sérhæfir sig í að blanda saman klassískri kammertónlist við nýtt efni.


Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar og Listasumar.

Sumartónleikar - Aðgangur ókeypis   
Sommerkoncerter - Gratis adgang   
Summer concerts - Admission free   
Concerts d´été - Entrée gratuite   
Sommerkonzerte - Eintritt frei   

Upplýsingar/information: Jónína Björt Gunnarsdóttir   
Sími/tel: 663-8868    
Tölvupóstur/email: joninabjort@gmail.com   

https://www.akureyrarkirkja.is/is/tonlist/sumartonleikar