Yngri barnakór



Skráning í kórastarf Akureyrarkirkju og upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga.

Akureyrarkirkja starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, annarra skyldra laga, reglugerða og starfsreglna Kirkjuþings sem eiga sér stoð í lögum. Þegar um ræðir vinnslu persónuupplýsinga fylgir Akureyrarkirkja lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. 
Í tengslum við kórastarf eru persónuupplýsingar unnar sem liður í lögmætri starfsemi og/eða á grundvelli samþykkis viðkomandi. Með skráningu og þátttöku í kórastarfi heimila forráðamenn barnsins skráningu og meðferð/vinnslu upplýsinga sem fer fram vegna kórastarfs og er í eðlilegum tengslum við það, þar með talið upplýsingar um barnið sjálft og upplýsingar sem eðlilegt er að séu aðgengilegar, eins og hverjir séu forráðamenn þess. 
Samþykki þetta gildir meðan það er ekki afturkallað.