Tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju kl. 17.00

Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar flytur stórvirkið Vesper op 37 eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninoff á AIM festival, alþjóðlegri tónlistarhátíð sem efnt verður til á Akureyri dagana 12. - 16. júní, en kórinn flytur verkið sunnudaginn 15. júní kl. 17.00 hér í Akureyrarkirkju.