Sunnudagur 29. apríl

Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Lára Ósk Viðarsdóttir úr ÆFAK-æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju syngur. Þórkatla Haraldsdóttir og Hildur Dórótea Þórðardóttir, einnig úr ÆFAK syngja og spila undir í almennum söng. Una Haraldsdóttir leikur á orgel. Marmibusveit Giljaskóla heldur uppi almennu fjöri, Barnakórar kirkjunnar syngja. Leikfélagið Adrenalín sýnir atriði úr söngleiknum Jesus Christ Superstar og sunnudagaskólinn verður á sínum stað.
Nú er um að gera að fjölmenna og fagna vorinu í kirkjunni með gleði og söng. Umsjón með stundinni hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir, Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Sigríður Hulda Arnardóttir. Sjáumst :)!


Vortónleikar barnakóra Akureyrarkirkju í Akureyrarkirkju kl. 13.00.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Regnbogamessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Að messunni standa HIN (Hinsegin Norðurland) og Akureyrarkirkja.
Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir annast tónlistina.