Sunnudagur 19. ágúst

Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju.  Sunnudaginn 19. ágúst munu prestar og Kór Akureyrarkirkju taka þátt í Hátíðarmessu á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju.  Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sr. Birgir Ásgeirsson og sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson þjóna fyrir altari og sr. Svavar Alfreð Jónsson predikar.  Drengjakór Reykjavíkur Hallgrímskirkju undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og Hljómskálakvintettinn ásamt Birni Steinari Sólbergssyni organista sjá um tónlistina.