Sunnudagur 14. apríl

Ungleiðtogamessa í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Unga fólkið í kirkjunni flytur hugleiðingu, les ritningarlestra og leiðir bænagjörð. Eftir messuna verður dýrindis súpa seld (kr. 1000, frítt fyrir 12 ára og yngri) í Safnaðarheimilinu til fjáröflunar fyrir Taizeferð æskulýðsfélagsins.

Aðalsafnaðarfundur í fundarsal Safnaðarheimilisins að messu lokinni.