Samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu kl. 15.00

Fimmtudaginn, 3. desember, kl. 15.00 verður opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Lesin verður jólasaga auk þess sem kór eldri borgara (Í fínu formi) kemur og syngur nokkur lög. Kaffi og kökur á sínum stað. Aðgangseyrir kr. 700,- 

Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.