Opið hús fyrir eldri borgara

Fyrsta samvera vetrarins fyrir eldri borgara verður haldin í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 1. október, kl. 15.00.
Að þessu sinni ætlar Helena Eyjólfsdóttir að syngja létt lög og Heiðdís Norðfjörð les frumsamda smásögu.
Boðið verður upp á kaffi og kökur gegn vægu verði.  Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.