Kirkjulistavika, þriðjudagur 5. maí

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju kl. 12.10.
Eydís Úlfarsdóttir, sópran, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, sópran og Guðný Erla Guðmundsdóttir, píanóleikari, flytja kirkjulega dúetta, einsöng og tvísöng af kirkjulegum meiði. Flutt verða verk eftir Vivaldi, Mozart, Purcell og Sigvalda Kaldalóns. Aðgangur ókeypis.

Sýning Bryndísar Kondrup, „Effaþa“, er opin í Safnaðarheimilinu frá kl. 9.00 til 16.00.

„Upp, upp, mín sál“, opnun sýningar Örnu Valsdóttur í turnum kirkjunnar kl. 18.00.