Kirkjulistavika, mánudagur, 4. maí

Í dag mánudag eru hádegistónleikar í Akureyrarkirkju.
Þar ætla þeir Haukur Ágústsson, söngvari, og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, að flytja okkur negrasálma.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.10 og er aðgangur ókeypis.

Kvikmyndasýning á Amtsbókasafninu kl. 20.00.
Sýnd verður myndin „To verdener“. Þegar sautján ára stúlka úr trúfélagi votta Jehóva í Danmörku verður ástfangin af strák sem stendur fyrir utan það neyðist hún til að velja á milli tveggja heima. Kvikmyndin vakti mikið umtal þegar hún var frumsýnd á síðast ári en hún er byggð á sönnum atburðum.
Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur, flytur stuttan inngang um myndina fyrir sýningu og stjórnar umræðum að henni lokinni. Myndin er á dönsku en með enskum texta. Aðgangur ókeypis.

Sýning Bryndísar Kondrup, „Effaþa“, er opin í Safnaðarheimilinu frá kl. 9.00 til 16.00.