Kirkjulistavika, fimmtudagur 7. maí

Kyrrðar- og fyrirbænastund í kapellu kl. 12.00.
Léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu eftir stundina.

Vorferð eldri borgara að Möðruvöllum í Hörgárdal.
Brottför frá Akureyrarkirkju kl. 14.00. Verð kr. 1000,-
Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 13.00, Víðilundi kl. 13.15 og Hlíð kl. 13.30.

Tónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Auk kórsins leika þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó, Kristján Edelstein á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Halldór G. Hauksson á trommur. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.
Miðaverð er kr. 1000,-  (því miður tökum við ekki kort)

Sýning Bryndísar Kondrup, „Effaþa“, er opin í Safnaðarheimilinu 
frá kl. 13.00 til 16.00.

„Upp, upp, mín sál“, sýning Örnu Valsdóttur í turnum kirkjunnar er opin frá kl. 11.00 - 18.00.