Kirkjulistavika 11.-18. maí

Kirkjulistavika 2003 hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 11. maí. Eftir messu verður opnuð sýningin Myndir úr Maríu sögu, útsaumsmyndir eftir Elsu E. Guðjónsson, í Safnaðarheimilinu í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Hátíðartónleikar hefjast svo í Íþróttahöllinni klukkan 16, þar sem flutt verður Requiem eftir Verdi.Kirkjulistavika 2003 hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 11. maí. Eftir messu verður opnuð sýningin Myndir úr Maríu sögu, útsaumsmyndir eftir Elsu E. Guðjónsson, í Safnaðarheimilinu í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Hátíðartónleikar hefjast svo í Íþróttahöllinni klukkan 16, þar sem flutt verður Requiem eftir Verdi.<br><br>Flytjendur eru m.a. Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholtskirkju, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og einsöngvararnir Annamaria Chiuri, Björg Þórhallsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson. Kirkjulistaviku lýkur 18. maí.