Jólatónleikar í Akureyrarkirkju kl. 20.00

Hátíðlegir og fallegir jólatónleikar í Akureyrarkirkju á miðri aðventunni. Flutt verða jólalög eftir akureyrska tónskáldið Birgi Helgason, auk fjölda annarra innlendra og erlendara jólalaga.

Karlakór Akureyrar-Geysir og Stúlknakór Akureyrarkirkju hafa ekki starfað saman fyrr, en kórarnir sameinast nú í jólasöngvum víðsvegar að úr heiminum.

Jólin eru hátíð ljóss og friðar og það mun einkenna þessa tónleika. Lagavalið er klassískt, jólasöngvar sem allir þekkja og fylgja okkur í jólamánuðinum.

Stjórnendur kóranna eru þau Hjörleifur Örn Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Aðgangseyrir er 2.900 krónur.