Glefsað um föstuna

Það styttist í hina eiginlegu föstu kirkjuársins, lönguföstu sem hefst á öskudag. Fyrir nokkru hófst lestur Passíusálma sr. Hallgríms í útvarpinu. Segja má að lesturinn sé eini fasti punkturinn í tilverunni sem minnir okkur á föstutímann, fyrir utan auðvitað helgihald kirkjunnar sem tekur mið af hverri tíð kirkjuársins. Fáir ef nokkrir nota föstuna nú á dögum til að fasta í bókstaflegum skilningi og mataræði heimilanna breytist lítt þótt fasta sé gengin í garð. Við etum fisk og klauflax jöfnum höndum. Enn er þó ekki búið að finna upp á opinberum föstuveislum í anda jólahlaðborða á jólaföstunni en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Kannski verður afturhvarf. ... (sjá fleiri ,,Glefsur" hér vinstra megin á síðunni) <P>Það styttist í hina eiginlegu föstu kirkjuársins, lönguföstu sem hefst á öskudag.&nbsp; Fyrir nokkru hófst lestur Passíusálma sr. Hallgríms í útvarpinu.&nbsp; Segja má að&nbsp;lesturinn sé eini fasti punkturinn í tilverunni sem minnir okkur á föstutímann, fyrir utan&nbsp;auðvitað helgihald kirkjunnar sem tekur mið af hverri tíð kirkjuársins.&nbsp;&nbsp;Fáir ef nokkrir nota föstuna nú á dögum til að fasta í bókstaflegum skilningi og mataræði heimilanna&nbsp;breytist lítt þótt fasta sé gengin í garð.&nbsp;Við etum fisk og klauflax jöfnum höndum.&nbsp; Enn er þó ekki búið að finna upp á opinberum föstuveislum í anda jólahlaðborða á jólaföstunni en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?&nbsp; Kannski verður afturhvarf.&nbsp; Farið verður að fasta síðustu dagana fyrir stórhátíðir, eða amk gera ekki eins myndarlega við sig í mat í aðdragandanum.&nbsp; Heilbrigð skynsemi segir að auðvitað myndum við njóta jólasteikarinnar og páskalambsins betur ef við værum ekki búin að úttroða belginn af alls kyns kræsingum dagana fyrir hátíðarnar.&nbsp;&nbsp;</P> <P>En hvað sem mataræði föstunnar líður þá er þessi tími ætlaður til þess að dýpka og þroska trúarlífið.&nbsp; Og ég held að þannig sé það hjá mörgum, þrátt fyrir allt.&nbsp; Frábæra leiðsögn í því gefur sr. Hallgrímur í Passíu sinni.&nbsp; Fleiri snillingar koma einnig upp í hugann sem hægt er að slást í för með á leiðinni framundan.&nbsp; Má þar nefna meistara Vídalín og Dr. Pjetur Pjetursson.&nbsp; Sá síðarnefndi kemst þannig að orði í einni af föstuhugvekjum sínum:&nbsp; ,, ,Hvað er sannleikur?&#39;, sagði Pílatus; og þannig spyr þú einnig, syndugur maður!&nbsp; Ef þú ekki spyr að því í skopi, eins og Pílatus, heldur af fullri alvöru hjartans, þá leita þú til hans, sem til þess fæddist og kom í heiminn, að bera ,,sannleikanum vitni".&nbsp; Hann einn getur frætt þig um hinn eilífa sannleika, því hann er sjálfur sannleikurinn og hefur orð eilífa lífsins; af hans orði getur þú leiðzt í allan sannleika, ef þú ekki byrgir eyru þín fyrir hans röddu."</P>