18.05.2016
Miðvikudagskvöldið 25. maí nk. verður fundur með fermingarbörnum vorsins 2017 (árg. 2003) og foreldrum/forráðamönnum þeirra í Akureyrarkirkju kl. 20.00. Þar
verður farið yfir starf vetrarins sem hefst með dagsferð í fermingarskólann að
Vestmannsvatni, fermingardagarnir tilkynntir og tekið við skráningu í
fermingarfræðsluna (skráningarblöð afhent).