Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hófu tuttugasta starfsár sitt á sunnudaginn síðasta með góðu tónlistarfólki, frábærri aðsókn og góðri stemningu.
Aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni verða svo haldnir sunnudaginn 9. júlí kl. 17
Flytjandi að þessu sinni er orgelleikarinn Eyþór Ingi Jónsson og mun hann leika verk eftir J.S. Bach, G. Muffat, L.N. Clérambault auk enskra og þýskra verka frá endurreisnartímabilinu.
Að venju standa tónleikarnir í klukkustund án hlés og eins og alltaf er ókeypis aðgangur.
sjá nánar á;
www.akureyrarkirkja.is/sumartonleikar