Sunnudagur 1. mars - Æskulýðsdagur kirkjunnar
25.02.2015
Á æskulýðsdegi kirkjunnar, 1. mars, heimsækir sunnudagaskólinn og barnastarfið í Akureyrarkirkju barnamorgunn í Hofi kl. 11.00. Prestarnir
Hildur Eir og Sunna Dóra leiða samveruna ásamt Heimi Ingimarssyni sem verður á gítarnum. Barnakórar Akureyrakirkju koma fram undir stjórn
Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur organista, Athugið að þennan dag er ekki sunnudagaskólinn í kirkjunni heldur hvetjum við okkar
fólk til að koma og vera með okkur í Hofi! Sjáumst kát og glöð á sunnudaginn kemur!