Fjölskyldumessa í Akureyrarkirkju kl. 11.00

Tónlistarævintýri - fjölskyldumessa í Akureyrarkirkju kl. 11.00 sunnudaginn 5. október.
"Lítil saga úr orgelhúsi" verður flutt af Margréti Sverrisdóttur leikkonu og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur organista. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sögunni er ætlað að kynna orgelið á skemmtilegan hátt fyrir börnum en jafnframt fjallar hún um hversu miklvægt það er að geta búið í sátt og samlyndi þó enginn sé eins. Hlökkum til að sjá ykkur !