Sunnudagaskólinn 17.mars

Við höldum ótrauð áfram að skemmta okkur og fræðast í sunnudagaskólanum. Að þessu sinni hlustum við á söguna um dýrmætu perluna og fáum einnig að handleika fallegar glerperlur. Rebbi og Mýsla koma í heimsókn og við syngjum og syngjum. Sungið verður fyrir afmælisbörn marsmánaðar og fá þau lítið kerti og blöðru að gjöf. Eftir stundina er boðið upp á föndur, en við erum að vinna með hendur Guðs í barnastarfinu og það má endilega bæta við fleiri höndum á hnöttinn okkar. 

Sjáumst hress og spræk í sunnudagaskólanum klukkan 11.00