Óvissuferð Kirkjukrakka og TTT hópsins um kirkjuna

Akureyrarkirkja er stór og spennandi bygging!  Kirkjan er með tvo turna (22 km að hæð)  og svo kjallari undir hluta. Auðvitað er spennandi fyrir krakka, og alla aðra að skoða svona byggingu, svo úr varð að nota einn tímann okkar í að skoða þetta allt saman.  Ferðalagið gekk eins og í sögu, enginn týndist og enginn slasaðist og allir voru mjög áhugasamir. Bak við klukkuna tókum við okkur smá pásu og fengum að hlusta á eina biblíusögu og borða ávexti.

Þetta var lærdómsríkt og skemmtilegt.

Myndirnar segja meira en mörg orð svo endilega skoðið þær :) 

Myndir úr ferð.