Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00

Skálholtstríó líkur Sumartónleikaröðinni í Akureyrarkirkju þann 28.júlí kl 17:00
Skálholtstríóið, eins og nafnið gefur til kynna, tengist Skálholti en þar hafa þeir félagar spilað mikið saman síðustu ár við hinar ýmsu kirkjuathafnir. Í kjölfarið ákváðu þeir að mynda formlegt tríó og halda tónleika víða um land og verða m.a. með hádegistónleika í Hallgrímsskirkju og koma fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju nú í sumar
Tríóið skipar: Jón Bjarnason á orgel og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson ásamt Jóhanni Stefánssyni á trompet.

Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, en á henni er m.a. að finna verk eftir J.S Bach, A. Vivaldi, Eugene Bozza, Sigfús Einarsson, Rodriguez Solana ofl.

Aðgangur er ókeypist og allir hjartanlega velkomnir.

Tónleikaröðin er styrkt af KEA, Akureyrarstofu, Akureyrarbæ og er partur af Listasumri á Akureyri.