Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00

Ösp Eldjárn og Valeria Pozzo kynntust haustið 2011 þegar þær hófu báðar nám við tónlistarskóla í London. Síðan þá hafa þær haldið fjölda tónleika saman, bæði á Íslandi og Bretlandi. Að þessu sinni munu þær stöllur flytja lög eftir Ösp, í bland við nokkur uppáhalds lög þeirra úr barnaleikritum Astridar Lindgren, Þorvaldar Þorsteinssonar og fleiri.
Ösp og Valeria munu koma fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju 14.júlí kl 17:00

Aðgangur er ókeypist og allir hjartanlega velkomnir.

Tónleikaröðin er styrkt af KEA, Akureyrarstofu, Akureyrarbæ og er partur af Listasumri á Akureyri.