Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar í Safnaðarheimilinu kl. 11.45, eða strax að guðsþjónustu lokinni

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn i Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. maí kl. 11.45, eða strax að guðsþjónustu lokinni.

Dagskrá fundarins:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Ársreikningar sóknarinnar lagðir fram til afgreiðslu.
3. Gerð grein fyrir starfsemi Kirkjugarða Akureyrar fyrir s.l. ár.
4. Kosning fjögurra aðal- og varamanna í sóknarnefnd.
5. Greint frá starfsemi héraðsnefnda.
6. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til starfa í sóknarnefnd er bent á að hafa samband við skrifstofu Akureyrarkirkju í síma 462-7700.

Til fundarins er boðað með fyrirvara um gildandi samkomutakmarkanir á fundardegi. Verði breytingar á boðuðum fundi verður það auglýst hér á heimasíðu kirkjunnar eins tímanlega og tök verða.

Sóknarbörn eru hvött til að mæta.
Sóknarnefnd Akureyrarkirkju