Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Tˇlf spora nßmskei­

12-sporanámskeið hafa verið haldin í kirkjunni um margra ára skeið. Þau eru þátttakendum að kostnaðarlausu og standa yfir lungann úr vetrinum, öll miðvikudagskvöld. 

Þess misskilnings gætir nokkuð að námskeiðin séu aðeins ætluð fólki sem glímir við óhóflega áfengisneyslu. Því fer víðs fjarri. Þó námskeiðin byggist á 12-sporakerfi AA samtakanna eru þau ætluð öllu fólki sem hefur áhuga á að kynnast sjálfu sér, styrkleikum sínum og brestum, sættast við fortíðina og finna innri ró og hamingju. Sagt hefur verið um 12-sporaleiðina:

Ef þér gengur illa að takast á við lífið og átt erfitt með samskiptin heima, í vinnunni eða annars staðar, þá eru 12 sporin gott verkfæri.

  • Ef þig langar að ná meiri árangri í lífinu og betra tilfinningalegu jafnvægi, þá eru 12-sporin gott verkfæri.
  • Ef þér líður illa með sjálfa/n þig en veist ekki af hverju, þá eru 12-sporin gott verkfæri.
  • Ef þér líður illa með sjálfa/n þig og veist af hverju, þá eru 12-sporin gott verkfæri.

12-sporin eru vissulega gott verkfæri. Þátttakendur læra að beita þessu verkfæri og þroska með sér  vilja / fúsleika til að nota það. Margir telja að besti árangurinn náist með því að vera með öðru fólki á þessu andlega ferðalagi. Við leiðbeinendurnir njótum þeirra forréttinda að hafa síendurtekið séð kvikna lífsneista í áður döprum augum og heyrum fólk deila reynslu sinni um hvernig þessi vinna hefur breytt lífi þess til batnaðar.

Eftirfarandi eru nokkrar umsagnir fólks af námskeiði síðasta vetrar:

“Ég lærði að standa með sjálfri mér sem var lífsnauðsynlegt fyrir mig. Sjálfstrsaustið efldist og ég er hætt að gefa frítt skotleyfi á mig. Það er alveg magnað.”(Kona)

“Lærði að slaka á og sjá björtu hliðarnar á lífinu.”(Kona)

“Hefur opnað augu mín fyrir því fyrir hvað ég stend, hjálpað mér til aukins sjálfstæðis.”(Karlmaður)

“12-sporin hafa opnað augu mín fyrir mínum göllum, hvernig ég get unnið gegn þeim og séð hið jákvæða í öllu og öllum í kringum mig, frekar en einblína á hið neikvæða og gagnrýna.”(Kona)

“Mér líður betur, bæði andlega og líkamlega, eftir að hafa verið í 12-sporakerfinu með góðu fólki í Akureyrarkirkju, Takk fyrir!”(Kona)

“12-sporin hafa hjálpað mér að taka ábyrgð á minni eigin líðan í stað þess að kenna öðrum um og hjálpað mér að öðlast frelsi undan meðvirkni, sjálfsvorkunn og neikvæðni.”(Kona)

"Þetta er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig." (Kona)

Allir eru innilega velkomnir

Brynja Siguróladóttir, Erna Gunnarsdóttir og Guðjón Andri Gylfason.

Auglřsingar

Senda inn fyrirspurn
LÝknarsjˇ­urinn Ljˇsberin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning