Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Fermingar vorsins 2016

Upplýsingar um fermingardaga vorsins 2016 og æfingartíma fyrir fermingardaginn sjálfann má finna hér.
Nafnalista fermingarbarna vorsins 2016 má finna hér.

Tónleikar í AkureyrarkirkjuSunnudaginn 8. maí mun Kór Akureyrarkirkju slá upp tónleikum með Gunnari Gunnarssyni á píanó, Sigurði Flosasyni á saxafón og Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa. Stjórnandi verður Eyþór Ingi Jónsson.
Á efnisskránni verða í bland djassskotin lög Tómasar R. Einarssonar í kórútsetningum Gunnars Gunnarssonar og íðilfagrir sálmar Sigurðar Flosasonar við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 2.500 – posi á staðnum.

Fimmtudagurinn 5. maí, uppstigningardagur

Messa í Akureyrarkirkju kl. 14.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Baldvin Bjarnason formaður kórsins Í fínu formi prédikar. Kórinn Í fínu formi syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
Kaffiveitingar í boði Sóknarnefndar í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Fræðslufundur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Fræðslufundur mánudaginn 2. maí kl. 20.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju .
Lífræn kirkja. Hver er hún, hvers vegna skiptir hún máli og hvernig ræktum við hana? Á þessum fræðslufundi mun dr. Greg Aikins starfandi prestur í Bandaríkjunum og Íslandsvinur til margra ára að velta upp framtíð kirkjunnar á 21. öld og kynna þær lífrænu venjur sem við getum iðkað til að stuðla að heilbrigði okkar til líkama og sálar. Fræðslan er öllum opin án endurgjalds.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning