Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Kór Akureyrarkirkju auglýsir eftir fólki í breytt kórastarf

Frá og með haustinu verður starfi kórsins breytt.

Umsóknir sendist á Eyþór Inga Jónsson, kórstjóra, á netfangið eythor@akirkja.is 

Messuhópar verða áfram fjórir, en þeir fá algjörlega nýtt hlutverk. Hver messuhópur fær sína sérhæfingu. Messuhóparnir mega vera misstórir og syngja þeir ekki endilega til skiptis heldur fer það eftir skipulagi helgihaldsins hvernig messuhópar raðast í messur.  

Lesa meira

Fermingardagar vorsins 2019

Fermingardagar vorsins 2019 eru eftirfarandi:   

Laugardagurinn 13. apríl kl. 10.30,  
laugardagurinn 18. maí kl. 10.30 og 13.30,  
laugardagurinn 1. júní kl. 10.30 og 13.30.  

Skráningarblað má nálgast hér eða á skrifstofu kirkjunnar.  

Hvetjum við þá sem ætla að taka þátt í fermingarfræðslunni veturinn 2018-2019 til að skrá sig sem fyrst (þó ekki sé búið að taka ákvörðun um fermingardag) svo hægt sé að senda út upplýsingar um upphaf fermingarstarfins í haust. 
  

Nánari upplýsingar um fermingarstarfið í síma 462-7700 eða sendið tölvupóst á netfangið gyda@akirkja.is

Hvítasunnuhelgin í Akureyrarkirkju

Laugardagur 19. maí
Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl. 10.30.

Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Hvítasunnudagur 20. maí
Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl. 10.30 og 13.30.

Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Guðsþjónusta á Lögmannshlíð kl. 15.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.

Fermingar vorsins 2019 (árg. 2005)

Fundur með fermingarbörnum vorsins 2019 (árg. 2005) og foreldrum/forráðamönnum þeirra í Akureyrarkirkju miðvikudaginn
16. maí kl. 20.00. 

Þar verður farið yfir starf vetrarins, fermingardagarnir tilkynntir og tekið við skráningu í fermingarfræðsluna (skráningarblöð afhent).

Við vekjum athygli á að mikilvægt er að skila skráningarblaðinu sem fyrst til ritara, þó ekki sé búið að ákveða fermingardaginn, svo hægt sé að koma upplýsingum í tölvupósti varðandi upphaf starfsins í haust.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning