Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Akureyrarkirkja í sumar

Opnunartími Akureyrarkirkju frá 15. júní til 15. ágúst er frá kl. 10.00 til 16.00 virka daga. Mánudaga til fimmtudaga og sunnudaga er kvöld- og ferðamannakirkjan opin frá kl. 16.00 til 19.00.
Athygli skal vakin á því að kirkjan er lokuð þegar útfarir eða aðrar athafnir fara fram og er það auglýst sérstaklega á kirkjudyrunum, eins er hægt að hafa samband í síma 462 7700 eða á netfangið akirkja@akirkja.is til að fá frekari upplýsingar.

Skráning í fermingarfrćđsluna veturinn 2015-2016 stendur yfir

Fermingardagar vorsins 2016 eru eftirfarandi:
Laugardagurinn 23. apríl, sunnudagurinn 24. apríl, laugardagurinn 14. maí, Hvítasunnudagur 15. maí og laugardagurinn 4. júní.
Fermt er kl. 10.30.

Skráningarblað má nálgast hér og á skrifstofu kirkjunnar.

Hvetjum við þá sem ætla að taka þátt í fermingarfræðslunni veturinn 2015-2016 til að skrá sig sem fyrst (þó ekki sé búið að taka ákvörðun um fermingardag).
Skila má skráningarblöðum á skrifstofu kirkjunnar milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga eða senda í tölvupósti á netfangið gyda@akirkja.is

Fermingarfræðslan hefst með fermingarskóla á Vestmannsvatni í ágúst. Farið verður í dagsferð í fjórum hópum, nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar um fermingarstarfið í síma 462-7700 eða sendið tölvupóst á netfangið gyda@akirkja.is

Sunnudagur 2. ágúst

Helgistund í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Organisti er Sigrún Magna Ţórsteinsdóttir.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2015

Flytjendur á tónleikunum nćskomandi sunnudag 26. júlí koma frá Frakklandi og leika fiđlusónötur tékknesk- austurríska tónskáldsins Heinrich Ignaz Franz von Biber. Hann teygđi hljóma fiđlunnar og togađi eftir ótrúlegustu leiđum inn á lendur sem varla nokkur mađur hefur fariđ síđan. Hér gefur ađ heyra sónötur úr leyndardómum Rósakransins og afar skrautlegar sónötur Harmonia Artificiosa Ariosa fyrir tvćr fiđlur.

Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er ađgangur ókeypis.

Gabriel og Steinunn námu fiđlu‐ og sellóleik viđ barokkdeild Parísarkonservatorísins en Marie og Joseph viđ barokkdeild Lyon‐konservatorísins. Starfa ţau öll sem barokktónlistarmenn í Frakklandi og haldast ţar í hendur kammer‐ eđa einleikstónlist, starf međ helstu barokkhljómsveitum landsins og kennsla viđ tónlistarháskólana í Poitiers og Amilly.

Akureyrarstofa, Menningarsjóđur KEA, Norđurorka og Icelandair Hotels á Akureyri styrkja Sumartónleika í Akureyrarkirkju.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning