Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Fermingardagar vorsins 2018

Upplýsingar um fermingardaga vorsins 2018 og skráningarblað má nálgast hér.

Fermingarstarfið hefst með dagsferð í fermingarskólann að Vestmannsvatni dagana 4.-6. september nk. Skrá þarf sérstaklega í ferðina. Nánari upplýsingar varðandi ferðina verða sendar í tölvupósti til þeirra sem þegar hafa skilað inn skráningarblaði. Því hvetjum við þá sem ekki hafa sent inn skráningarblað að gera það hið fyrst (sjá hér að ofan).

Fermingarfræðslutímarnir hefjast þriðjudaginn 19. september kl. 15.15. Til að fá frekari upplýsingar um tímana smellið hér. 

Nýtt krílasálmanámskeið að hefjastNýtt krílasálmanámskeið hefst föstudaginn 1. september kl. 10.30 í kapellu Akureyrarkirkju.
 
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu. Til að skrá og fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á netfangið sigrun@akirkja.is 

Sunnudagur 20. ágúst

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. 
Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson leika á píanó og saxófón.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2017Þá er síðustu Sumartónleikunum í Akureyrarkirkju þetta árið lokið. Á loka tónleikunum kom fram orgelleikarinn og fyrrum organisti Akureyrarkirkju 
Björn Steinar Sólbergsson og lék stórkostlega. Sumartónleikar fögnuðu 30 ára starfsafmæli í ár, en það fór vel á að einn af stofnendum tónleikaraðarinnar, léki á síðustu tónleikum afmælisársins. Mæting var góð á alla fimm tónleika sumarsins, 6-700 manns í heildina. Við vonum innilega að tónleikaröðin, sem er mjög svo mikilvæg fyrir Akureyri, verði hluti af menningarstarfinu hér um ókomin ár. Takk Bjössi fyrir að koma þessu á laggirnar, það skiptir svo afskaplega miklu fyrir heimamenn, gesti og listafólkið á svæðinu að svona tónleikaröð sé starfrækt.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning