Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Sunnudagur 3. maí

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kammerkór Norðurlands syngja.
Helena G. Bjarnadóttir leikur á píanó.

Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2015

Sunnudagur 26. apríl
Kl. 11.00: Lokahátíð barnastarfsins. 
Sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson sjá um hátíðina sem fram fer í Akureyrarkirkju. Una Haraldsdóttir leikur á orgel. Yngri og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Eyþór Ingi Jónsson leikur á píanó. Boðið verður upp á pizzaveislu og skemmtiatriði í Safnaðarheimilinu strax á eftir.

Kl. 12.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 17.00: Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju. 
Flutt verður tónlist eftir Báru Grímsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Charles Stanford og fleiri. Frumflutt verður Te Deum eftir Michael Jón ClarkeKór Akureyrarkirkju, Kór Möðruvallaklausturskirkju, Hymnodia og félagar úr Kammerkór Norðurlandssyngja. Helena Guðlaug Bjarnadóttir syngur einsöng, Ella Vala Ármannsdóttir leikur á horn og Eyþór Ingi Jónsson á orgel. Stjórnandi er Sigrún Magna ÞórsteinsdóttirAðgangseyrir kr. 2000,-

Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2015

Föstudagur 24. apríl
Kl. 10.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið. 


Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2015

Miðvikudagur 22. apríl
Kl. 10.00-17.00: Sýningar opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 10.00-12.00: Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu. 
Umsjón Ásrún Ýr Gestsdóttir. Sandra Rebekka Dudziak ræðir um list og börn. Börnin gera myndir sem verða til sýnis í Eymundsson, Hafnarstræti.

Kl. 11.30-17.00: Kaffi Ilmur - opið. 

Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju. Alexander Smári Edelstein leikur á píanó. Aðgangur ókeypis.

Kl. 15.00: Kirkjukrakkar í Safnaðarheimilinu.

Kl. 17.00: TTT-starf í Safnaðarheimilinu.


Kl. 20.00: Opið hús hjá Æskulýðsfélaginu í Safnaðarheimilinu.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning