Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

12 spora starf Akureyrarkirkju

Athugið !
Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki boðið upp á 12 spora starf í vetur (2014-2015) eins og undanfarna vetur, en stefnt er á að hefja starfið aftur haustið 2015.

Fermingar 2015

Upplýsingar um fermingarfræðsluna má finna hér.

Sunnudagur 5. október

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00.

Umsjón sr. Hildur Eir og Sindri Geir.

Samvera eldri borgara viđ Akureyrarkirkju

Fyrsta samvera eldri borgara við Akureyrarkirkju verður fimmtudaginn 2. október kl. 15.00. Gestir samverunnar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir og
sr. Guðmundur Guðmundsson. Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Bíll fer frá Víðilundir kl. 14.25, Mýrarvegi 111 kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning