Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2015

Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2015 hefst sunnudaginn 5. júlí nk með tónleikum kammerhópsins ReykjavíkBarokk og hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Glæsilega dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju má finna hér.

Akureyrarkirkja í sumar

Opnunartími Akureyrarkirkju frá 15. júní til 15. ágúst er frá kl. 10.00 til 16.00 virka daga. Mánudaga til fimmtudaga og sunnudaga er kvöld- og ferðamannakirkjan opin frá kl. 16.00 til 19.00.
Athygli skal vakin á því að kirkjan er lokuð þegar útfarir eða aðrar athafnir fara fram og er það auglýst sérstaklega á kirkjudyrunum, eins er hægt að hafa samband í síma 462 7700 eða á netfangið akirkja@akirkja.is til að fá frekari upplýsingar.

Skráning í fermingarfræðsluna veturinn 2015-2016 er hafin

Fermingardagar vorsins 2016 eru eftirfarandi:
Laugardagurinn 23. apríl, sunnudagurinn 24. apríl, laugardagurinn 14. maí, Hvítasunnudagur 15. maí og laugardagurinn 4. júní.
Fermt er kl. 10.30.

Skráningarblað má nálgast hér og á skrifstofu kirkjunnar.

Hvetjum við þá sem ætla að taka þátt í fermingarfræðslunni veturinn 2015-2016 til að skrá sig sem fyrst (þó ekki sé búið að taka ákvörðun um fermingardag).
Skila má skráningarblöðum á skrifstofu kirkjunnar milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga eða senda í tölvupósti á netfangið gyda@akirkja.is

Fermingarfræðslan hefst með fermingarskóla á Vestmannsvatni í ágúst. Farið verður í dagsferð í fjórum hópum, nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar um fermingarstarfið í síma 462-7700 eða sendið tölvupóst á netfangið gyda@akirkja.is

Sunnudagur 21. júní

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning